Top

Fimmtudagur

Leirusvæðið lítur betur út en áður þó enn eigi eftir að ljúka frágangi á svæðinu. Í vor verður svo annað hvort hægt að sá grasfræjum eða planta trjám á uppdælingarsvæðið. Trén hafa þann kost auðvitað fram yfir að þó mynda skjól til lengri tíma litið.

Við höfum verið að vinna að fjárhagsáætlun fyrir næsta árs og á morgun setjumst við yfir framkvæmdirnar. Eftir að hafa hjólað í vinnuna undanfarna morgna og víða um bæinn finnst mér meira liggja á að taka gangstéttir í gegn en göturnar. Þær eru víðast í góðu horfi á meðan gangstéttirnar eru farnir að líta upp á landið.

80 ára afmæli USÚ var haldið um helgina í Mánagarði. Það var góður hópur sem mætti þar. Heimsóknin í húsið og skoðun á umhverfi þess sannfærði mig enn betur en áður um að aðgerðir á bílastæðinu eru bráðnauðsynlegar og málun utan hús og innan einnig.

Skrifa athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>