Top

Fimmtudagur

Hitti átta hópa af nemum í land- og ferðamálafræði í dag. Hver hópur vinnur að stóru verkefni sem öll tengjast samfélaginu hér. Fleiri hópar eru á svæðinu sem ég hitti ekki. Verkefni spanna vítt svið og tengjast mörgum álitamálum að undanförnum og öðrum sem hafa verið í umræðunni lengi. Flikk Flakk, safnamál, viðhorf til Humarhátíðar, lenging ferðamanntímans, landnýting og endurheimt landgæða, áhrif veiðigjalds á Hornafirði, áhrif Vatnajökulsþjóðgarðs á ferðaþjónustu og fjallaferðaþjónusta er meðal efnistaka hjá hópnum.

Fyrir skömmu fékk ég sendar hugmyndir Björns hönnuðar Jöklasýningar um hvernig koma mætti leikmyndum Jöklasýningar fyrir í Huldusteini. Von er á drög að samningi á milli sveitarfélagsins og Huldusteins og eins við Ferðaþjónustuna í Hólmi um búvélasýningu. Hitti Þrúðmar í Hoffelli og ræddum við saman um hugsanlega sýningu í Hoffelli.

Í gær fór ég í Hólabrekku þar sem afkvæmarannsóknir stóðu yfir. Matsmennirnir, Grétar og Hermann, sögðu að lambahópurinn í sýslunni allri væri með besta móti og stöðugar framfarir hafi orðið í ræktun. Til gamans fór ég netið í gær og leitaði eftir upplýsingum um fyrri afkvæmarannsóknir.

1 Coment

Skrifa athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>