Top

Mánudagur

Stóru tíðindi helgarinnar er góður árangur Árna Rúnars Þorvaldssonar í forvali Samfylkingarinnar. Hann náði fjórða sætinu og komst afar nærri því þriðja. Staða hans innan Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er því orðinn sterk. Færi ég honum og fjölskyldu hans hamingjuóskir með þennan árangur.

Framan af degi sátum við á námskeiði um skjalastjórnun og skjalstjórnunarkerfi. Skjalastjóri Mosfellsbæjar leiddi okkur í sannleikan um þessi mál. Það er mikilvægt að standa sig í þessu því ef sú er raunin auðveldar það upplýsingagjöf til íbúa, tryggir vörslu þeirra gagna sem unnin eru hjá sveitarfélaginu og sparar tíma allra þegar til lengdar lætur. Síðdegis komu kjörnir fulltrúar til okkar þegar við fórum yfir samspil málakerfisins og fundarkerfisins. Á nýju ári er markmiðið að færa fundarboðun og þá útsendingu gagna til kjörinna fulltrúa inn á vefinn. Það á að auðvelda þeim að halda utan um sín mál hjá sveitarfélaginu. Þegar þetta skref verður stigið verður líka tryggt að fundargerðir koma sjálfkrafa inn á netið þegar þeim hefur verið lokað af viðkomandi nefnd. Nú þarf að gera það handvirkt og því miður hefur okkur ekki tekist nægjanlega vel að koma þeim á netið í tíma.

Bæjarráð ræddi mörg stór mál sem taka þarf ákvörðun um á næstunni. Við höfum rætt um Nýheima og hvernig sveitarfélagið sjái starfsemina fyrir sér og samskipti sveitarfélagsins og Nýheima.

Í kvöld lagði ég drög að erindi sem ég flyt á föstudaginn á Ferðamálaþingi. Einnig setta ég saman fyrsta uppkast að samantekt um eflingu Nýheima. Nú styttist í að skila þurfa þeirri vinnu sem sett var af stað fyrr í haust.

Skrifa athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>