Top

Miðvikudagur

Unnið er að útfærslu ný skipurits fyrir ráðhúsið. Tillagan sem kynnt var í bæjarráði síðast liðinn mánudag var að fletja það út. Afnema sviðaskiptingu sem verið hefur við lýði talsvert lengi. Fyrsta skrefið var í raun stigið þegar fræðslu- og félagssviði var breytt í vor, þegar ráðinn var fræðslustjóri og félagsmálastjóra ásamt forstöðumanni heimaþjónustudeildar voru gerð að undirmönnum bæjarstjóra. Grunnhugsun að baki skipulagsins er samvinna. Hér er ekki ætlast til að framkvæmdastjóra fari með ábyrgð á hverju sviði heldur deilir fólk nú ábyrgð á málaflokkunum. Enn sem áður verður ábyrgð hvers og eins skilgreind í starfslýsingum og þannig hver einstaklingur gerður ábyrgur fyrir sínum verkefnum. Um stærri mál, breytingar á málaflokknum, fjárhagsáætlanir, úrlasn flókinna mála hvílir eftir breytinguna – ef af verður – á herðum fleiri en áður. Með þessu tel ég að ákvarðanataka og úrvinnsla mála verði betri. Þetta er ekki útrætt mál og verður áfram í vinnslu bæjarráðs.

Skrifa athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>