Top

Miðvikudagur

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti staðinn í dag ásamt Jóni Torfa Jónassyni, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.  Hún kom færandi hendi, með viljayfirlýsingu um að vinn að stefnumótun um frekari eflingu Nýheima næstu 10 árin.  Atvinnu- og nýsköpunarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mun líka skrifa undir yfirlýsinguna en hann komst ekki í dag vegna funda annar staðar.  Þetta er ánægjulegt.  Við skulum ekki heldur gleyma að núna á þessum fjárlögum fengum við langþráðan draum uppfylltan með fjárveitingu til Náttúrustofu Suðausturlands.

Í síðustu viku skrifaði ég undir leigusamning við framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs um leigu á Gömlubúð til næstu 10 ára.  Leigan er upp á 3,6 m.kr. á ári.  Nú stendur yfir frágangur á kjallara og lóð hússins sem lokið verður við í haust.  Þá hefst áfangi í að gera húsið klárt til að hafa þar skrifstofur fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og sýningu á vegum þjóðgarðsins.  Hvort sem það verður gert núna eða á næstu árum er ljóst að nauðsynlegt er að einangra húsið að utan og endurnýja þak hússins.  Kostnaður við þessar endurbætur verður talsverður en þá er líka mikilvægt að hafa í huga að tekjur koma á móti, eins og að ofan greinir, og jafnframt að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna sýninga dregst mjög saman.

Skrifa athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>