Top

Þriðjudagur

Umræða hefur verið um úttekt Vísbendingar á sveitarfélögum og röðun þeirra. Garðabær er á þeirra mælikvarða draumasveitarfélagið og Hornafjörður í fjórða sæti. Þegar rýnt er í mælikvarðana er margt sem vekur forvitni. Til dæmis sé ég ekki annað en ef Sveitarfélagið Hornafjörður myndi skulda helmingi meira en það gerir nú að þá væri það í 2-3 sæti ásamt Akureyri. Semsagt stæði betur að vígi á mælikvarða Vísbendingar. Rökstuðningur fyrir þessu er að Vísbending vill miða við að skuldir séu um 100% af árlegum tekjum en í tilfelli Hornafjarðar er það talsvert lægra. Tímaritið dregur svo frá í hlutfalli við frávik frá þessari tölu. Þó að það sé auðvitað ánægjulegt að skora hátt á svona mælikvörðun er þetta ekki hinn gullni sannleikur á gæði búsetu. Fullt af öðrum hlutum skipta máli.

Nú þegar undirbúningur að stærstu framkvæmdum ársins 2013 er langt kominn erum við byrjuð að horfa á næstu ár. Tókum fund um endurbætur á Sindrabæ, Ráðhúsi og millibyggingu sundlaugar og Heppuskóla. Finn fyrir vaxandi áhuga á þem framkvæmdum.

Mér er líka mikið í mun að sveitarfélagið fari í lagfæringar á félagsheimilum og umhverfi þeirra. Í drögum að fjárhagsáætlun er líka gert ráð fyrir fjármunum í að lagfæra minnisvarðann við Skálafell. Á sínum tíma gaf Lions klúbburinn Sýslunefndinni sem þá starfaði þetta listaverk. Sveitarfélagið tók svo yfir skyldur þeirrar nefndar við sameininguna.

Í Nýheimum í dag var áhugverð kynning á námskeiði sem sett verður upp í samvinnu Ríki Vatnjökuls og Islandsstofu um gerð og markaðssetningu pakkaferða til staðarins. Þemum verða jöklar, ljósmyndir og matur. Bekkurinn var ekki þéttskipaður en umræður athyglisverðar. Reynslan í haust segir að markaðurinn sé að stækka og viðbrögð á kaupstefnum bera þess líka merki.

1 Coment

  • JGG Says

    Held að ekki sé til vísindalega viðurkennd mælieining á ofangreindar hugleiðingar og hver ætli sé þá tilgangur “mælingar”?

Skrifa athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>